Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 23. maí 2016 13:00
Magnús Már Einarsson
Raggi Sig: Fólk er á vinstri akrein á 30
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf voða gott að koma heim," sagði Ragnar Sigurðsson við Fótbolta.net í dag en hann er mættur til undirbúnings fyrir EM með íslenska landsliðinu.

Ragnar og félagar í Krasnodar enduðu í fjórða sæti í rússnesku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili. „Við hefðum kannski tekið því fyrirfram. Miðað við hvernig við spiluðum seinni hluta tímabils þá voru þetta vonbrigði," sagði Ragnar en verður hann áfram í Rússlandi?

„Ég er með tveggja ára samning svo það er líklegt, nema ég fái tilboð frá öðru liði. Ég held að mín framtíð komi í ljós eftir EM. Aðalmálið er að einbeita sér að EM og sjá síðan hvað gerist."

Ragnar skrifaði á Twitter í morgun: „Varla buinn að keyra i 5 min herna a islandi þegar það var staðfest fyrir mer enn og aftur.. Islendingar.. Lelegustu ökumenn i heimi."

Fótbolti.net fékk Ragnar til að tjá sig meira um umferðarmenninguna á Íslandi.

„Það er oft talað um Rússa sem skelfilega ökumenn en það er allt annað að keyra þar en hér. Ég skil ekki hvernig er hægt að keyra eins og hérna. Fólk er á vinstri akrein á 30 og hleypir manni ekki fram úr. Fólk er að svína á hvort annað og þetta er bara skelfilegt," sagði Ragnar brosandi.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner