Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 23. maí 2016 09:42
Elvar Geir Magnússon
Van Gaal á æfingasvæði Man Utd
Þú ert rekinn.
Þú ert rekinn.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal mætti á æfingasvæði Manchester United í morgun en fjölmiðlar telja að hann muni í dag fá staðfestingu á því að hann verði látinn fara frá félaginu og Jose Mourinho muni taka við.

Hollendingurinn stýrði United til sigurs í ensku bikarkeppninni um helgina en liðið náði ekki Meistaradeildarsæti í ensku úrvalseildinni.

Á æfingasvæði United er einnig lögmaðurinn Paul Gilroy sem vinnur fyrir samtök knattspyrnustjóra á Englandi. Hann vann fyrir David Moyes þegar sá skoski var rekinn frá United 2014.

Síðar í dag gæti komið yfirlýsing frá United um stjóramál félagsins. Mourinho hefur lengi verið orðaður við stjórastarfið á Old Trafford.

Van Gaal á 12 mánuði eftir af samningi sínum við United. Búist var við því að þessi 64 ára stjóri myndi láta þjálfaramöppuna á hilluna eftir þann samning en óvíst er hver framtíð hans verður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner