mán 23. maí 2016 11:17
Magnús Már Einarsson
Van Gaal rekinn frá Manchester United
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur rekið knattspyrnustjórann Louis van Gaal samkvæmt fréttum frá Englandi.

Manchester United mun staðfesta þetta í yfirlýsingu sem verður send út klukkan 12:00 að íslenskum tíma.

Í kjölfarið verður Jose Mourinho ráðinn stjóri Manchester United.

Van Gaal átti 12 mánuði eftir af samningi sínum við United. Búist var við því að þessi 64 ára stjóri myndi láta þjálfaramöppuna á hilluna eftir þann samning en óvíst er hver framtíð hans verður.

Hollendingurinn stýrði United til sigurs í ensku bikarkeppninni um helgina en liðið náði ekki Meistaradeildarsæti í ensku úrvalseildinni.
Athugasemdir
banner
banner