Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. maí 2016 09:35
Elvar Geir Magnússon
Zlatan aðstoðarmaður Mourinho?
Powerade
Fer hann á Old Trafford.
Fer hann á Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Miralem Pjanic á förum frá Roma?
Miralem Pjanic á förum frá Roma?
Mynd: Getty Images
Margt fróðlegt í slúðurpakka dagsins. Ýmislegt sem fótur er fyrir og svo annað sem gæti verið algjört bull.

Zlatan Ibrahimovic (34), sóknarmaður Paris St-Germain, mun ganga í raðir Manchester United í sumar og verða aðstoðarmaður Jose Mourinho. (Sportsbladet)

Ryan Giggs, aðstoðarstjóri Manchester United, mun hafna tækifæri til að verða aðstoðarmaður Mourinho og enda þar með 29 ára samfleyta dvöl hjá félaginu. (Sun)

Mourinho fékk 4 milljónir punda frá Manchester United fyrir að hafna tilboðum frá öðrum félögum. Hann hefur ekki samþykkt hegðunar-klásúlu í samningi sínum á Old Trafford. (Daily Mail)

Ed Woodward mun gefa Mourinho 200 milljónir punda í leikmannakaup og hefur sá portúgalski ákveðið að Zlatan verði fyrstu stóru kaupin. (Daily Star)

Á óskalista Mourinho eru meðal annars John Stones (21) varnarmaður Everton, portúgölsku miðjumennirnir Andre Gomes (22) og Joao Mario (23), sóknarmennirnir Alvaro Morata (23) og Mauro Icardi (23) og argentínski landsliðsmaðurinn Ezequiel Garay (23). (Guardian)

Everton hefur talað við Manuel Pellegrini, fyrrum stjóra Manchester City, um möguleika á því að hann taki við sem nýr knattspyrnustjóri. (Daily Mail)

Manchester City og Borussia Dortmund haf komist að samkomulagi um þýska landsliðsmannin Ilkay Gundogan (25). (Goal.com)

Gonzalo Higuain (28), sóknarmaður Napoli, er ekki á leið til Manchester United eða Chelsea. Hann er í viðræðum við Paris St-Germain. (Sun)

Manchester United er að missa af vængmanninum Nicolas Gaitan (28) hjá Benfica. Hann er á leið til Atletico Madrid. (Daily Express)

United og Barcelona hafa áhuga á Marquinhos (22) varnarmanni Frakklandsmeistara Paris St-Germain. (Telefoot)

Arsenal hefur hafið viðræður við Bayern München um hugsanleg kaup á marokkóska varnarmanninum Medhi Benatia (29). (Foot Mercato)

Íslandsvinurinn David Moyes, fyrrum stjóri Manchester United og Everton, er í viðræðum við Aston Villa sem féll úr ensku úrvalsdeildinni. (Daily Telegraph)

Miralem Pjanic (26), miðjumaður Roma, gæti verið á leið til Juventus. Chelsea, Barcelona og Bayern München hafa einnig horf til hans. (Gazzetta dello Sport)

Guus Hiddink mun starfa áfram fyrir Chelsea næsta tímabil. Hann verður í ráðgjafahlutverki. (Fox Sports)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur áhuga á argentínska sóknarmanninum Maxi Romero (17) en er enn með Alvaro Morata (23), framherja Juventus, efstan á óskalistanum. Romero er hjá Vélez Sarsfield í heimalandinu. (Daily Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner