Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. maí 2017 11:15
Fótbolti.net
Hófið - Spilaði í 2. deild á laugardegi og Pepsi á mánudegi
Uppgjör 4. umferðar
Blikar unnu fótboltaleik!
Blikar unnu fótboltaleik!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Þór Þórðarson var í sumarskapi í Víkinni.
Tómas Þór Þórðarson var í sumarskapi í Víkinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dragan Kazic og Cardaklija.
Dragan Kazic og Cardaklija.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimiur Hallgríms og aðrir stuðningsmenn ÍBV.
Heimiur Hallgríms og aðrir stuðningsmenn ÍBV.
Mynd: Raggi Óla
Mynd: Raggi Óla
Það er hefði fyrir því hér á Fótbolta.net að halda lokahóf eftir hverja umferð í Pepsi-deild karla. Þér er að sjálfsögðu boðið.

Það jákvæða við umferðina: Gleðin heldur áfram! Deildin fer fáránlega vel af stað. Mörk, flautumörk, spenna, óvænt úrslit, dramatík, læti, kjaftasögur, þjálfaraskipti... vá hvað þetta lofar góðu!

Það neikvæða við umferðina: Umferðin var neikvæðust fyrir ÍA. Liðið er eitt án stiga á botninum, varnarleikur liðsins lítur vægast sagt kjánalega út og það hefur fengið á sig 13 mörk. Erfitt sumar framundan á Skaganum.

Fólk fékk mest fyrir 2.000 kallinn: Í Kaplakrikanum komu óvæntustu úrslitin. Fjölnismenn höfðu aldrei unnið FH í alvöru leik en mættu í heimsókn til Íslandsmeistarana og unnu 2-1.

Ekki lið umferðarinnar:


2. deild á laugardag - Pepsi á mánudag
Kantmaðurinn ungi Ingibergur Kort Sigurðsson spilaði sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni í sumar þegar hann kom inn á undir lokin í sigri Fjölnis á FH Ingibergur hafði byrjað tímabilið á láni hjá Njarðvík þar sem hann skoraði þrjú mörk í fyrstu þremur umferðunum. Hann spilaði 90 mínútur í sigri Njarðvíkur á Tindastóli á laugardag áður en hann var kallaður til baka úr láni. Ingibergur kom síðan inn á hjá Fjölni í gær.

Ummæli umferðarinnar: Heimir Guðjónsson.


Atvik umferðarinnar: Flautumark Eyjólfs Héðinssonar gegn KA gæti reynst Stjörnunni gulls ígildi þegar talið er upp úr pokanum fræga.

Vertu velkominn umferðarinnar: Skemmtikrafturinn Ólafur Karl Finsen sneri aftur eftir erfið meiðsli og mun það vafalítið hafa jákvæð áhrif á Stjörnuna og Pepsi-deildina á heildina litið.

Breiðvíkingakappinn: Brynjar Gauti varnarmaður Stjörnunnar spilaði alblóðugur síðasta hálftímann og kæmi ekki á óvart þó hann hafi fengið kjálkaáverka - leit svakalega út eftir leik.

Hárþurrka umferðarinnar: Ejub Purisevic. Fjölmiðlamenn biður eftir honum í korter á meðan hann var að lesa yfir sínum mönnum inni í klefa eftir tapið gegn ÍBV.

Heiðursverðlaun umferðarinnar: Stuðningsmenn ÍBV. Magnað að nenna þessu ferðalagi og vera betri aðilinn í stúkunni í kjölfarið. Gaman að sjá Heimi Hallgrímsson landsliðsþjálfara í miðjum hópnum.

HA? Hvernig fór Kristinn Ingi að því að skora ekki gegn KR? Fékk færi þar sem var auðveldara að skora en ekki. Kristinn er ótrúlega duglegur að klúðra dauðafærum.

Þjálfaraleysi umferðarinnar: Bráðabirgðaþjálfararnir Dragan Kazic og Sigurður Víðisson leiddu saman hesta sína á meðan Milos Milojevic og Arnar Grétarsson voru í stúkunni. Siggi Víðis fagnaði sigri.

Dramatík umferðarinnar: Kenningar eru á lofti um að Milos hafi losað sig frá Víkingum til þess að taka þjálfarastarfið hjá Breiðabliki. Hér að neðan má sjá Twitter færslu umferðarinnar en áhugavert er að fimm leikmenn Víkings og formaður meistaraflokksráðs félagsins henda í "like".


Besti dómarinn: Þorvaldur Árnason fær fullt hús fyrir dómgæsluna í leik FH og Fjölnis.

Þið eigið lokaorðið... #fotboltinet








Athugasemdir
banner
banner
banner