Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 23. maí 2017 10:20
Elvar Geir Magnússon
Lið 4. umferðar: Fjölnismenn og Eyjamenn áberandi
Felix Örn Friðriksson er í úrvalsliðinu.
Felix Örn Friðriksson er í úrvalsliðinu.
Mynd: Raggi Óla
Ágúst Gylfason er þjálfari umferðarinnar.
Ágúst Gylfason er þjálfari umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stóru tíðindin eru þau að Hallgrímur Mar er ekki í úrvalsliðinu þessa vikuna! Hann átti þó prýðilegan leik gegn Stjörnunni.

Stjarnan vann toppslaginn 2-1 og er Eyjólfur Héðinsson í liðinu en hann skoraði hrikalega dýrmætt flautusigurmark í leiknum.

Þjálfari umferðarinnar er Ágúst Gylfason hjá Fjölni sem mætti með sína sveit í Kaplakrikann og vann óvæntan 2-1 útisigur. Ivica Dzolan var valinn maður leiksins og þá er Birnir Snær Ingason einnig í úrvalsliðinu en þessi hæfileikaríki leikmaður var mjög sprækur.


Eyjamenn eru í öflugri stigasöfnun og þeir heimsóttu erfiðan útivöll í Ólafsvík, skoruðu þrjú og fengu þrjú stig. Halldór Páll Geirsson hefur komið öflugur inn í markið hjá ÍBV og er í úrvalsliðinu.

Felix Örn Friðriksson var frábær sem vængbakvörður hjá ÍBV og Hafsteinn Briem sem klettur í hjarta varnarinnar.

Breiðablik landaði sínum fyrstu stigum þegar liðið vann Víking R. í þjálfaralausa leiknum. Davíð Kristján Ólafsson og Gísli Eyjólfsson hjá Blikum eru í liði vikunnar.

Valsmenn halda áfram á flugi. Einar Karl Ingvarsson og Sigurður Egill Lárusson hjá Val fengu bónusstigin í sigrinum gegn KR í stórslagnum.

Síðastur en andstæðan við sístur er Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður umferðarinnar. Andri henti í þrennu þegar Grindavík vann ÍA á Skaganum.

Sjá einnig:
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner