Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 23. maí 2017 21:20
Stefnir Stefánsson
Bikarinn: Selfoss gjörsigraði Augnablik
Selfoss fór nokkuð þægilega í næstu umferð
Selfoss fór nokkuð þægilega í næstu umferð
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
HK/Víkingur komst einnig áfram
HK/Víkingur komst einnig áfram
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Fjórir leikir voru á dagskrá í Borgunarbikar kvenna í kvöld. Tveir leikir fóru alla leið í framlengingu en það voru viðureignir ÍA og Þróttar Reykjavík annarsvegar og leikur Fjölnis og Keflavíkur hinsvegar.

Ruth Þórðar Þórðardóttir kom heimamönnum yfir strax á sjöundu mínútu áður en að Michaela Mansfield jafnaði munin á 59. mínútu. Unnur Elva Traustadóttir kom heimamönnum yfir þegar rétt rúmur hálftími var eftir og allt virtist stefna í 2-1 heimasigur áður en að Sierra Marie Lelii jafnaði metin fyrir gestina í blálok leiks og því þurfti að grípa til framlengingar. Í framlengingunni reyndust gestirnir betri og Sierra Marie Lelii skoraði eina mark framlengingarinnar á 111. mínútu og skaut þar með Þrótti áfram.

HK/Víkingur mætti ÍR í Kórnum, markalaust var í hálfleik áður en að Edda Mjöll Karlsdóttir kom heimamönnum yfir með marki á 63. mínútu leiksins. Laufey Elísa Hlynsdóttir tvöfaldaði síðan forystu HK/Víkings þegar tæpt korter var eftir með marki úr vítaspyrnu. Gestirnir náðu að minnka muninn í blálokin en þar var Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir að verki. Það kom of seint og HK/Víkingur sigraði leikinn með tveimur mörkum gegn einu.

Á Selfossi tóku heimamenn sig saman og rúlluðu yfir Augnablik með fimm mörkum gegn engu. Anna María Friðriksdóttir kom Selfossi yfir um þegar hálftími var liðinn af leiknum. Magdalena Anna Reimus tvöfaldaði síðan forystu Selfyssinga á 37. mínútu áður en að Anna María bætti við öðru marki sínu og þriðja marki gestanna á 40. mínútu. Staðan var því 3-0 í hálfleik. Heimamenn bættu síðan við tveimur mörkum í seinni hálfleik en þar voru að verki þær, Elva Lind Elíasdóttir og Barbára Sól Gísladóttir. 5-0 lokatölur á Selfossi.

Í Grafarvogi mættust Fjölnir og Keflavík og staðan þar var enn markalaus að loknum venjulegs leiktíma og því framlengt. Ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni hafði Fjölnir betur með fjórum mörkum gegn tveimur.

ÍA - Þróttur R.
1-0 Ruth Þórðar Þórðardóttir ('7)
1-1 Michaela Mansfield ('59)
2-1 Unnur Elva Traustadóttir ('69)
2-2 Sierra Marie Lelii ('89)
3-2 Sierra Marie Lelii ('111)

HK/Víkingur 2-1 ÍR
1-0 Edda Mjöll Karlsdóttir ('63)
2-0 Laufey Elísa Hlynsdóttir (víti '77)
2-1 Markaskorari óþekktur

Selfoss - Augnablik
1-0 Anna María Friðgeirsdóttir ('29)
2-0 Magdalena Anna Reimus ('37)
3-0 Anna María Friðgeirsdóttir ('40)
4-0 Elva Lind Elíasdóttir ('62)
5-0 Barbára Sól Gísladóttir ('92)

Fjölnir 0-0 Keflavík
4-2 eftir vítaspyrnukeppni
1-0 Ásta Sigrún Friðriksdóttir
1-0 Birgitta Hallgrímsdóttir, misnotað víti
1-0 Katrín Elfa Arnardóttir, misnotað víti
1-0 Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir, misnotað víti
2-0 Harpa Lind Guðnadóttir
2-1 Una Margrét Einarsdóttir
3-1 Aníta Björk Bóasdóttir
3-2 Katla María Þórðardóttir
4-2 Vala Kristín Theódórsdóttir

Úrslit og markaskorarar eru fengnir af úrslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner