Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. maí 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dembele fer í aðgerð og kemst ekki til Hong Kong
Mousa fer ekki með liðsfélögunum til Hong Kong.
Mousa fer ekki með liðsfélögunum til Hong Kong.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Mousa Dembele þarf að fara í aðgerð á vinstri fæti og mun missa af vináttuleik sem Tottenham spilar í Hong Kong.

Þessi 29 ára gamli vinnuþjarkur hefur lengi verið meiddur og ætlar nú aðgerð. Hann verður þó klár í undirbúningstímabilið.

Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudag, en Tottenham fer strax til Hong Kong og spilar þar leik á föstudag. Tottenham spilar þar gegn meisturunum í Kitchee FC.

Spurs hefur tilkynnt 22 manna hóp sem fer til Hong Kong.

Dembele er ekki í hópnum og sömuleiðis ekki Danny Rose. Hægri bakvörðurinn Kyle Walker er í hópnum, en nokkrir ungir leikmenn fara með. Hér að neðan má sjá hópinn.



Athugasemdir
banner
banner
banner