Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 23. maí 2017 10:24
Magnús Már Einarsson
Eigandi Swansea: Þurfum og viljum ekki selja Gylfa
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Steve Kaplan, aðaleigandi Swansea, segir að félagið þurfi ekki að afla tekna í sumar með því að selja Gylfa Þór Sigurðsson.

Gylfi hefur verið orðaður við önnur félög eftir frábæra frammistöðu með Swansea á nýliðnu tímabili. Síðast í morgun sagði Daily Mirror frá því að Everton hefði náð samkomulagi við Swansea um kaup á Gylfa á 25 milljónir punda.

Talsmaður Swansea hefur neitað þessum fréttum Mirror og Kaplan hefur nú stigið fram og sagt að Gylfi sé ekki til sölu.

„Við vitum öll hversu mikilvægur Gylfi er og hann veit hversu mikils metinn hann er hér og elskaður," sagði Kaplan við Wales Online en hann fundaði með Gylfa um helgina.

„Það hefur áður verið áhugi á honum. Það voru stór tilboð síðastliðið sumar og í janúar glugganum en við vildum ekki selja hann þá og við viljum ekki selja hann núna."

„Við þurfum heldur ekki að selja hann. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum og hann er hluti af áætlunum okkar um að fara fram á við með liðið undir stjórn Paul Clement."

„Markmið okkar er að byggja ofan á lokin á þessu tímabili og það þýðir ekki að við ætlum að selja okkar bestu leikmenn."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner