Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 23. maí 2017 19:00
Stefnir Stefánsson
Eigendaskipti hjá Leeds United
Leeds United
Leeds United
Mynd: Getty Images
Ítalski auðkýfingurinn Andrea Radrizzani hefur nú formlega eignast meirihlut í Leeds United en félagið tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í dag. Hann tekur við sem eigandi félagsins af Massimo Cellino sem hafði átt meiri hluta í félaginu síðastliðin þrjú ár.

Radrizziani hafði í janúar keypt helmingshlut í félaginu með þann möguleika að eignast félagið eftir að tímabilinu lyki. Það hefur nú gengið eftir og var Radrizzani hæstánægður með að vera orðinn eigandi félagsins.

„Þetta er langtímafjárfesting og við eigum mikla vinnu fyrir höndum. Massimo hefur gert frábæra hluti og skilar af sér góðu búi sem ég tel að við getum unnið með og tekið félagið skrefi lengra." sagði Ítalinn ánægður.

„Ég hef verið stoltur að fá að vinna með Leeds United, hér er frábært fólk sem hefur unnið gott starf fyrir félagið. Ég hef alltaf sagt fólkinu að vinna fyrir félagið en ekki fyrir mig og allir hafa gert það frábærlega. bætti nýji eigandi Leeds United við.

Leeds endaði tímabilið í sjöunda sæti deildarinnar fimm stigum frá sæti í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner