banner
   þri 23. maí 2017 10:29
Magnús Már Einarsson
Emil Atla með slitið krossband - Tímabilið búið
Emil fagnar marki gegn Haukum í 1. umferðinni í sumar.
Emil fagnar marki gegn Haukum í 1. umferðinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Atlason, framherji Þróttar, verður ekki meira með liðinu í Inkasso-deildinni í sumar en hann er með slitið krossband í hné.

Hinn 23 ára gamli Emil meiddist í 2-1 sigri Þróttar á Þór um helgina og í skoðun í gær kom í ljós að um slitið krossband er að ræða.

„Emil vill koma á framfæri þakklæti til allra fyrir góðar kveðjur, nú hefst endurhæfingin og stefnan er að komast sem fyrst inná völlinn aftur," segir á Instagram síðu Þróttar.

Þetta er annað árið í röð sem Emil verður fyrir alvarlegum meiðslum í byrjun móts en í fyrra fótbrotnaði hann illa í 3. umferð Pepsi-deildarinnar gegn Stjörnunni. Hann kom ekkert meira við sögu í fyrrasumar eftir þau meiðsli.

Emil meiddist eining í 3. umferðinni í ár en hann hafði skorað tvö mörk í fyrstu þremur umferðunum í Inkasso-deildinni áður en hann meiddist.

Emil kom til Þróttar frá KR haustið 2015 en hann lék það ár einnig með Val á láni.
Athugasemdir
banner
banner