Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 23. maí 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Huddlestone: Hræðilegur dagur í alla staði
Setti inn afsökunarbeiðni á Twitter
Huddlestone í leiknum gegn Tottenham.
Huddlestone í leiknum gegn Tottenham.
Mynd: Getty Images
Tom Huddlestone, leikmaður Hull, skammaðist sín eftir 7-1 tap gegn Tottenham í lokaumferðinni í ensku úrvalsdeildinni.

Huddlestone spilaði allar 90 mínúturnar í þessu stóra tapi gegn sínum fyrrum liðsfélögum í Tottenham.

Hull var þegar fallið úr úrvalsdeildinni fyrir leikinn, en það var ljóst eftir 4-0 tap gegn Crystal Palace helginni áður.

Huddlestone fór á Twitter í gærkvöldi og birti þar afsökunarbeiðni til stuðningsmanna, sem hann hrósaði mikið.

„Hræðilegur dagur í alla staði," skrifaði Huddlestone. „Þið sem stuðningsmenn hafið verið stórkostlegir á tímabilinu."

Hér að neðan má sjá tístin hjá Huddlestone.





Athugasemdir
banner
banner
banner