banner
   þri 23. maí 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Leikið í 4. deild karla
Úr leik hjá Kríu og Hamar. Þessi lið eiga leiki í dag.
Úr leik hjá Kríu og Hamar. Þessi lið eiga leiki í dag.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Það er frekar rólegur dagur framundan í íslenska fótboltanum. Þrír leikir voru í Pepsi-deild karla í gær, en í dag er leikið í neðri deildum.

Nánar tiltekið, þá er leikið í 4. deild karla, en hún er að hefjast núna að fullu. Hún hefur farið rólega af stað, en í dag eru fjórir leikir.

Þrír þessara leikja eru í A-riðli og er fyrsti leikur dagsins klukkan 19:15 þegar Hamar og Ísbjörninn mætast á Grýluvelli.

Hinir þrír leikirnir hefjast síðan kl. 20:00. Kría leikur gegn GG, Snæfell/UDN fær Kórdrengina í heimsókn og síðast en ekki síst, þá mætast Stokkseyri og Vatnaliljur á heimavelli fyrrnefnda liðsins.

Hér að neðan má sjá leiki dagsins, allir á völlinn!

þriðjudagur 23. maí

4. deild karla 2017 A-riðill
19:15 Hamar-Ísbjörninn (Grýluvöllur)
20:00 Kría-GG (Vivaldivöllurinn)
20:00 Snæfell/UDN-Kórdrengir (Stykkishólmsvöllur)

4. deild karla 2017 B-riðill
20:00 Stokkseyri-Vatnaliljur (Stokkseyrarvöllur)
Athugasemdir
banner