Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. maí 2017 21:00
Stefnir Stefánsson
Koke skrifar undir nýjan samning við Atletico
Mynd: Getty Images
Koke skrifaði í dag undir nýjan fimm ára samning við Atletico Madrid en fyrrum samningur hans átti þó ekki að renna út fyrr en 2019. Hann verður því samningsbundinn Atletico Madrid til ársins 2024.

En þetta kom fram í fréttatilkynningu sem að félagið gaf frá sér í gær.

„Jose Resurrection Koke og Atletico Madrid hafa komist að samkomulagi um framlengingu á samningi hans við félagið og er hann nú samningsbundinn félaginu til 30. júní 2024."

Koke var sjálfur hæstánægður við undirskriftina. „Atletico er mitt félag og það er mér sannur heiður að fá að vera partur af þessu framtíð félagins" sagði Koke.

Koke gekk til liðs við Atletico þegar hann var aðeins átta ára gamall og lék hann fyrsta aðalliðsleik sinn fyrir félagið árið 2011. Hann hefur unnið fimm titla með félaginu, þar á meðal spænsku deildina, spænska konungsbikarinn sem og Evrópudeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner