Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 23. maí 2017 08:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mancini: Napoli hefði unnið Seríu A með Higuain
Higuain yfirgaf Napoli síðasta sumar.
Higuain yfirgaf Napoli síðasta sumar.
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini, fyrrum knattspyrnustjóri Inter og fleiri liða, er á því máli að Napoli hefði orðið ítalskur meistari á þessu tímabili ef Gonzalo Higuain hefði ekki sölsað um og farið til Juventus.

Higuain skoraði 36 mörk í 35 leikjum tímabilið 2015/16 þegar Napoli lenti í öðru sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar, Seríu A, á eftir Juventus.

Juventus ákvað svo að borga Napoli 90 milljónir evra fyrir Higuain síðasta sumar, en Mancini segir að það hafi verið dýrkeypt.

„Hver fékk mest út úr Higuain-samningnum? Allir; Napoli vegna þess að þeir fengu háa fjárhæð, Higuain vegna þess að hann vann titilinn og er í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, Juve vegna þess að hann hefur styrkt liðið til muna," sagði Mancini.

„Ég held að Napoli hefði orðið meistari með Higuain."

Juventus tryggði sér deildarmeistaratitilinn á Ítalíu sjötta árið í röð á sunnudag, en Napoli er í þriðja sætinu þegar ein umferð er eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner