banner
   þri 23. maí 2017 23:30
Stefnir Stefánsson
Nile Ranger dæmdur fyrir fjársvik
Skrautlegur karakter
Skrautlegur karakter
Mynd: Instagram
Nile Ranger fyrrum leikmaður Newcastle hefur verið dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir fjársvik.

Ranger er gert að sök að hafa dregið til sín 2000 pund af bankareikningi ungrar konu í febrúar 2015. Ranger er sem stendur á mála hjá Southend.

Brotin segir hann hafa framið með kollega sínum en þeir áttu að hafa brotið sér leið inn á bankareikning konunnar og millifært 2090 pund milli nokkura reikninga til að reyna að fela slóð sína.

Kollegi hans var einnig dæmdur í átta mánaða fangelsi en þriðji vitorðsmaður þeirra slapp við dóm sökum skorts á sönnunargögnum.

Ranger var á sínum tíma talinn mjög efnilegur og sumir gengu svo langt að halda því fram að hann yrði framtíðarlandsliðsmaður englendinga. Síðan þá hefur hann komið sér í alls kyns vandræði utan vallar en hann var settur í bann hjá Southend fyrr á þessu ári vegna hegðunar.

Stjórnarformaður Southend Ron Martin gaf frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að félagið tæki málið alvarlega íhugaði framtíð leikmannsins innan félagsins.

Athugasemdir
banner
banner
banner