Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. maí 2017 18:30
Stefnir Stefánsson
Real Madrid kaupir Brasilíumann á risa upphæð (Staðfest)
Vinicius Junior nýjasti leikmaður Real Madrid
Vinicius Junior nýjasti leikmaður Real Madrid
Mynd: GettyImages
Real Madrid hafa gengið frá kaupum á 16 ára brasilíkumanni að nafni Vinicius Junior en hann kemur til félagsins frá Flamengo í heimalandi hans.

Leikmaðurinn mun hinsvegar ekki ganga í raðir Real Madrid fyrr en í júlí á næsta ári en Barcelona hafði einnig sýnt unglingnum áhuga.

Vinicius sem er aðeins 16 ára gamall og má hann því ekki ganga í raðir Real Madrid fyrr en hann verður orðinn 18 ára gamall. Real ætlar sér þó að lána leikmanninn til Flamengo þar til í júlí 2019.

Samkvæmt fjölmiðlum á Spáni og í Brasilíu er kaupverðið talið vera í kringum 45 milljónir evra.

Vinicius hefur vakið athygli stærstu liða heims eftir vaska framgöngu með unglingaliði Brasilíu en hann var markahæsti leikmaður u-17 ára landsliðsins í Suður-Ameríkukeppninni þar sem hann skoraði sjö mörk.

Talið er Real Madrid ákváðu að tryggja sér þjónustu kappans svona snemma vegna þess að þeir eru enn í sárum yfir því að hafa misst af Neymar til Barcelona á sínum tíma og þeir vilja ekki sjá söguna endurtaka sig.
Athugasemdir
banner
banner
banner