Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 23. maí 2017 17:40
Magnús Már Einarsson
Sami Hyypia: Gylfi hefur gæðin til að spila með Liverpool
Mynd: Getty Images
Sami Hyypia, fyrrum fyrirliði Liverpool, er einn af mörgum sem hafa hrifist af frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar með Swansea undanfarin ár.

„Sigurðsson er góður leikmaður. Það er talað um að hann verði ekki áfram hjá Swansea á næsta tímabili og ég tel að hann hafi gæðin til að spila í betra liði. Föstu leikatriðin og skotin hans eru ótrúleg," sagði Hyypia við Fótbolta.net í dag.

Gylfi hefur verið orðaður við brottför frá Swansea og Hyypia segist vera opinn fyrir því að fá fá hann til Liverpool.

„Af hverju ekki?" sagði Hyypia aðspurður hvort hann vilji sjá Gylfa fara til Liverpool í sumar.

„Ég tel að hann hafi gæðin til að spila með Liverpool. Þegar leikmenn fara í betra lið þurfa þeir að hugsa um það að spila. Ef einhver fer til Barcelona, mun hann spila eða vera á bekknum? Það er stór munur."

„Ef þú ert á bekknum, jafnvel hjá Barcelona, þá ertu ekki sáttur. Það er mikilvægt að spila leiki til að bæta sig. Leikir bæta þig mun meira en æfingar. Ég vona að Sigurðsson spili í öðru liði en Swansea á næsta tímabili."


Hyypia er á Íslandi þar sem hann er heiðursgestur á árshátíð Liverpoolklúbbsins á morgun.

Lengra og ítarlega viðtal við Hyypia birtist á Fótbolta.net á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner