Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   þri 23. maí 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
West Ham framlengir samning við Adrian
Adrian verður áfram í herbúðum West Ham.
Adrian verður áfram í herbúðum West Ham.
Mynd: Getty Images
Adrian verður áfram hjá West Ham næstu tvö árin eftir að Lundúnarfélagið ákvað að nýta sér ákvæði í samningi hans.

Þessi þrítugi spænski markvörður hefur leikið meira en 100 leiki fyrir West Ham síðan hann kom frá Real Betis á Spáni árið 2013.

„Adrian er samningslaus, en það var ákvæði í samningi hans, sem við ákváðum að nýta okkur," sagði Slaven Bilic, stjóri West Ham. „Hann er okkar leikmaður og við erum ánægðir með hann."

Bilic sagði einnig frá því að West Ham ætlar að bæta við hópinn hjá sér í sumar. Hann segir þó fólki að hlusta ekki á sögusagnir.

„Flestir leikmenn eru orðaðir við West Ham í blöðunum. Það er enginn sannleikur í stórum hluta þessara orðróma."

„Við erum með nokkra leikmenn í huga sem við ætlum að reyna að fá hingað í sumar," sagði Bilic að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner