Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 23. maí 2018 18:00
Magnús Már Einarsson
Engir stjörnustælar í Sessegnon - Þreif búninginn sjálfur
Sessegnon á ferðinni.
Sessegnon á ferðinni.
Mynd: Getty Images
Ryan Sessegnon er einn efnilegasti leikmaðurinn í enska boltanum í dag en hann hefur slegið í gegn með Fulham í Championship deildinni.

Hinn 18 ára gamli Sessegnon er framtíðarlandsliðsmaður hjá Englendinga en hann er hins vegar langt frá því að vera með einhverja stjörnustæla.

Á stuðningsmannafundi hjá Fulham í vikunni var sögð skemmtileg saga af því þegar Sessegnon þreif og straujaði búninginn sinn sjálfur eftir leik með liðinu.

Sessegnon fór í lyfjapróf eftir leik og búningastjórinn var farinn þegar hann var búinn í lyfjaprófinu. Sessegnon tók búninginn með sér heim og sá um að þvo og strauja hann áður en hann lét búningastjórann fá hann daginn eftir.

Sessegnon verður í eldlínunni á laugardaginn þegar Fulham og Aston Villa mætast í úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason verður í eldlínunni með Aston Villa þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner