Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 23. maí 2018 14:10
Elvar Geir Magnússon
Fimm leikmenn sem Unai Emery gæti reynt að fá til Arsenal
Julian Draxler hefur oft verið orðaður við Arsenal.
Julian Draxler hefur oft verið orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Jeremy Mathieu.
Jeremy Mathieu.
Mynd: Getty Images
Adrien Rabiot.
Adrien Rabiot.
Mynd: Getty Images
Unai Emery hefur tekið við sem knattspyrnustjóri Arsenal og þegar er farið að ræða um hvaða leikmenn hann muni reyna að fá með sér til London.

Emery hefur stýrt stórliðum á borð við Valencia, Sevilla og Paris Saint Germain.

Hann mun pottþétt horfa til einhverra leikmanna sem hann hefur áður unnið með.

Mirror skoðaði fimm mögulega kosti.

1. Steven Nzonzi - Sevilla
Þessi kraftmikli leikmaður hefur oft verið orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina eftir að hann yfirgaf Stoke fyrir La Liga. Koma Emery til Arsenal gæti verið kjörið tækifæri.

Það hafa verið sett spurningamerki varðandi gæðin á miðju Arsenal. Óstöðugleiki Granit Xhaka er áhyggjuefni. Nzonzi á aðeins tvö ár eftir af samningi sínum við spænska félagið.

2. Julian Draxler - Paris Saint Germain
Þjóðverjinn er nánast alltaf orðaður við ensku úrvalsdeildina en hann var sterklega nefndur varðandi Manchester City, Chelsea, Liverpool og Arsenal áður en hann hélt í frönsku höfuðborgina.

Vængmaðurinn er mun líklegri til að fá spilmínútur hjá Arsenal en hjá PSG þar sem samkeppnin er mikil um hans stöðu.

3. Jeremy Mathieu - Valencia
Emery vann með franska miðverðinum Jeremy Mathieu hjá Valencia en hann er í dag hjá Sporting Lissabon. Arsenal vantar klárlega sannan leiðtoga í klefann.

Emery og Mathieu unnu saman í yfir þrjú ár hjá Valencia með góðum árangri og Arsenal þarf á kröftugum miðverði að halda.

4. Adrien Rabiot - Paris Saint Germain
Franskur landsliðsmaður sem kemur úr unglingastarfi PSG og vakið mikla athygli. 'Teig í teig' miðjumaður sem var reglulegur byrjunarliðsmaður undir stjórn Emery tímabilin tvö í París.

Rabiot gæti klárlega styrkt miðsvæði PSG en hann á aðeins rúmlega ár eftir af núgildandi samningi.

5. Kevin Trapp - Paris Saint Germain
Arsenal hefur í nokkurn tíma verið að líta eftir framtíðarmarkverði. Varamarkvörður PSG, Kevin Trapp, gæti verið kostur í rammann.

Hann er á eftir Alphonse Areola í goggunarröðinni á Parc des Princes en er er 27 ára og ætti að vera að fara í sitt besta skeið.

Íslenskir stuðningsmenn Arsenal tjá sig um ráðninguna á Emery
Athugasemdir
banner
banner
banner