mið 23. maí 2018 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Forseti Lyon sendir Liverpool skilaboð - „Þarft að vera mjög ríkur"
Nabil Fekir.
Nabil Fekir.
Mynd: Getty Images
Nabil Fekir er ekki á förum frá Lyon í sumar nema eitthvað magnað tilboð berist að sögn forseta félagsins, Jean-Michel Aulas.

Fekir hefur heillað með frammistöðu sinni fyrir Lyon og hefur verið orðaður mikið við ensku úrvalsdeildina, sérstaklega við Liverpool.

Í samtali við SFR Sport segir Aulas að ekkert félag hafi haft samband vegna Fekir, þar með talið er Liverpool. „Við höfum ekki verið í sambandið við Liverpool eða eitthvað annað félagið," sgaði Aulas.

„Ég veit að Nabil, þar sem við erum í Meistaradeildinni, vill endilega vera hér áfram."

„Við munum ræða málin í rólegheitunum," sagði Aulas og bætti við: „Þú þarft að vera mjög, mjög ríkur til þess að kaupa Nabil Fekir á þessu ári."

Fekir er í franska landsliðshópnum sem fer á HM í sumar. Það er hægara sagt en gert að komast í þann hóp.
Athugasemdir
banner
banner
banner