mið 23. maí 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Guzmán inn fyrir Romero hjá Argentínu - Rulli ekki valinn
Nahuel Guzmán kemur inn í hópinn.
Nahuel Guzmán kemur inn í hópinn.
Mynd: Getty Images
Nahuel Guzmán, markvörður Tigres í Mexíkó, hefur verið kallaður inn í argentínska landsliðið fyrir HM í sumar í stað Sergio Romero markvarðar Manchester United.

Romero varði mark Argentínu í öllum leikjum í undankeppninni en hann er meiddur á hné og verður því ekki með á mótinu í Rússlandi í sumar.

Argentína mætir Íslandi í fyrsta leik á HM þann 16. júní og áhugavert verður að sjá hver stendur á milli stanganna þar.

Athygli vekur að Guzmán var valinn inn í hópinn í stað Gerónimo Rulli markvarðar Real Sociedad en margir bjuggust við því að hann yrði kallaður inn eftir meiðsli Romero.

Spennandi verður að sjá hvaða markvörður fær kallið gegn Íslandi en allir þrír markverðirnir í hópnum í dag eiga fáa landsleiki að baki.

Markverðirnir í argentínska hópnum í dag
Willy Caballero (Chelsea) - 36 ára - 2 landsleikir
Franco Armani (River Plate) - 31 árs - 0 landsleikir
Nahuel Guzmán (Tigres) - 32 ára - 9 landsleikir
Athugasemdir
banner
banner
banner