banner
   mið 23. maí 2018 13:00
Fótbolti.net
Lið 3. umferðar í Inkasso - Sókndjörf uppstilling
Stefán Teitur Þórðarson skoraði tvö gegn Haukum.
Stefán Teitur Þórðarson skoraði tvö gegn Haukum.
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
Hlynur Atli Magnússon varnarmaður Fram.
Hlynur Atli Magnússon varnarmaður Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lið umferðarinnar í Inkasso-deildinni er í sóknarsinnaðari kantinum að þessu sinni. Enginn leikmaður endaði með jafntefli í 3. umferðinni og sex lið kræktu í þrjú stig.

Skagamenn eru á toppnum eftir 3-1 sigur á Haukum. Steinar Þorsteinsson fór á kostum á kantinum þar og Stefán Teitur Þórðarson skoraði tvö mörk.

Bjarni Gunnarsson skoraði og fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson var traustur í vörninni í 3-1 sigri HK gegn Selfyssingum.

Hlynur Atli Magnússon og Guðmundur Magnússon voru bestir hjá Fram í öruggum sigri á Leikni en Guðmundur skoraði þar í þriðja leiknum í röð.

Bjarni Aðalsteinsson skoraði sigurmark Magna undir lokin gegn Víkingi Ólafsvík en þar var Ívar Örn Árnason öflugur í vörninni eftir að hafa komið á láni frá KA í síðustu viku.

Kristófer Konráðsson, lánsmaður frá Stjörnunni, var valinn maður leiksins í sínum fyrsta leik með Þrótti R. en liðið lagði ÍR 3-1 á útivelli. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Þróttar, er þjálfari umferðarinnar.

Alvaro Montejo skoraði flautusigurmark fyrir Þór gegn Njarðvík en þar hafði Robert Blakala átt nokkrar góðar vörslur fyrir heimamenn.

Fyrri lið umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner