Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 23. maí 2018 09:35
Magnús Már Einarsson
Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Martial
Powerade
Er Martial á förum?
Er Martial á förum?
Mynd: Getty Images
Sarri er orðaður við Chelsea.
Sarri er orðaður við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í góðum gír og hér að neðan má sjá allt helsta slúðrið í dag.



Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er að íhuga að kaupa varnarmanninn unga Matthijs de Ligt (18) frá Ajax. (Guardian)

Antonio Conte er að íhuga að taka sér frí frá fótbolta ef hann verður rekinn frá Chelsea. (Telegraph)

Maurizio Sari, þjálfari Napoli, gæti tekið við Chelsea. Carlo Ancelotti er í viðræðum um að taka við Napoli í staðinn. (The Sun)

Steven Gerrard, nýráðinn stjóri Rangers, vill fá Ben Woodburn (18) á láni frá Liverpool. (Daily Express)

Manchester United er tilbúið að hlusta á tilboð í Anthony Martial (22) en félagið ætlar hins vegar ekki að selja hann til keppinauta í toppbaráttunni á Englandi. (Mail)

AC Milan hefur áhuga á Alvaro Morata (25) framherja Chelsea. (Sky ItalIa)

Unai Emery, nýráðinn stjóri Arsenal, hefur lítið að segja um leikmannakaup hjá félaginu. (Mirror)

Emery ætlar að gera Aaron Ramsey (27) að lykilmanni hjá sér. (Sky Sports)

Mikel Arteta fær nýjan samning sem aðstoðarstjóri Manchester City eftir að hafa misst af því að taka við Arsenal. (Telegraph)

Barcelona vonast ennþá til að kaupa Antoine Griezmann (27) frá Atletico Madrid í sumar. (Mundo Deportivo)

Arsenal er að skoða Jean Michael Serri (26) miðjumann Nice. (Mail)

Arsenal, Chelsea og Everton vilja öll fá Josha Vagnoman (17) varnarmann Hamburg. (ESPN)

AC Milan gæti verið rekið úr Evrópudeildinni á næsta tímabili eftir að hafa brotið fjárhagsreglur UEFA. (La Gazzetta dello Sport)

Rafael Benítez, stjóri Newcastle, er bjartsýnn á að halda varnarmanninum Jamaal Lascelles (24) þrátt fyrir áhuga frá toppliðum. (Newcastle Chronicle)

James McClean (29) vill fara frá WBA eftir fall liðsins úr ensku úrvalsdeildinni. (Irish Mirror)

Besiktas hefur áhuga á að fá Danny Welbeck (27) frá Arsenal. (Talksport)

Patrick Vieira, þjálfari New York City, hefur blásið á sögusagnir þess efnis að hann sé að taka við Nice í Frakklandi. (Goal)

Brighton er að kaupa varnarmanninn Moussa Sissako (17) frá PSG. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner