Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 23. maí 2018 13:25
Magnús Már Einarsson
Trommur bannaðar á HM - Vont fyrir víkingaklappið
Icelandair
Útlit er fyrir að íslenskir stuðningsmenn fái ekki að mæta með trommur á leikina á HM í sumar.
Útlit er fyrir að íslenskir stuðningsmenn fái ekki að mæta með trommur á leikina á HM í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Trommur, vuvuzela lúðrar og önnur hljóðfæri til að skapa hávaða verða bönnuð á leikvöngum á HM í Rússlandi í sumar. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag. Fánar verða einnig bannaðir í stúkunni.

„Þetta eru ekki bestu fréttirnar sem ég hef fengið í dag. Þetta eru meira að segja mjög slæmar fréttir,“ segir Benjamín Hallbjörnsson, formaður Tólfunnar, stuðningsmannasveitar Íslands í samtali við Fréttablaðið.

Ljóst er að trommuleysi gæti sett stórt strik í reikninginn þegar kemur að því að taka hið heimsfræga víkingaklapp.

„Tromman er algert lykilatriði í víkingaklappinu, en það er alltaf hægt að hugsa í lausnum,“ segir Benni.

„Ég veit ekki hvort það gangi ef maður finnur einhverja ruslatunnu eða eitthvað til þess að berja. Eða taka einhverjar nýjar útfærslur. Ég vil ekki þurfa að pæla í því strax. En við finnum einhverja lausn á þessu.“

„Ég veit það líka að Rússinn og fótboltaáhugafólk almennt vill sjá þetta. Það er eftirvænting eftir íslensku aðdáendunum með sína gleði og víkingaklappið fræga. Ég vona að það sé hægt að fá einhverjar undanþágur fyrir þetta og við munum leggja allt kapp á að klára þetta mál,“
sagði Benni við Fréttablaðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner