Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. maí 2018 08:40
Magnús Már Einarsson
Unai Emery tekinn við Arsenal (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur staðfest að Unai Emery er tekinn við sem knattspyrnustjóri félagsins. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið.

Emery tekur við af Arsene Wenger sem er hættur eftir 22 ár í stjórastarfinu hjá Arsenal.

Hinn 46 ára gamli Emery hóf þjálfaraferil snin hjá Lorca Deportiva árið 2005 eftir að hafa spilað lengst af í spænsku B-deildinni sem leikmaður.

Hann hefur síðan þá stýrt Almeria, Valencia, Spartak Moskvu, Sevilla og síðast PSG þar sem hann vann þrjá titla í Frakklandi á nýliðnu tímabili.

„Ég er í skýjunum með að ganga til liðs við eitt af frábærustu félögunum í leiknum. Arsenal er þekkt og elskað út um allan heim fyrir leikstí sinn, traust á ungum leikmönnum, stórkostlegan leikmann og hvernig félagið er rekið," sagði Emery.

„Ég hlakka mikið til að takast á við þá ábyrgð að skrifa nýjan kafla í sögu Arsenal."

Mikel Arteta, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi aðstoðarstjóri Manchester City, var sterklega orðaður við stöðuna áður en hinn spænski Emery kom inn í umræðuna í þessari viku.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner