Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 23. maí 2018 20:00
Ingólfur Stefánsson
Yaya Toure útilokar ekki að spila fyrir United
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Yaya Toure mun yfirgefa Englandsmeistara Manchester City í sumar eftir átta ár hjá félaginu.

Toure segist ekki geta útilokað að hann muni spila fyrir Manchester United þegar hann undirbýr næsta skref á ferli sínum.

Í viðtali við Manchester Evening News segir Toure að hann gæti hugsað sér að spila fyrir United sem eru að leita að staðgengli á miðjuna fyrir Michael Carrick sem lagði skónna á hilluna í lok tímabilsins.

„Ég útiloka ekkert stórlið. Stórlið eru mikilvæg fyrir mig því þau eru með svipaðan metnað og ég. Ég vill fara eitthvað þar sem ég get unnið titla. Það verður erfitt að spila gegn City einn daginn en það er hluti af starfi mínu."

„Ég hef spilað fótbolta í langan tíma. Ég er ekki góður á skrifstofu eða slíkum vinnustað, ég er góður í fótbolta."

„Það er erfitt að ímynda sér að spila fyrir annað félag en ég mun halda áfram að spila á hæsta stigi í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni."

„Ég ætla að spila í tvö ár í viðbót, svo get ég gert eitthvað annað."
Athugasemdir
banner
banner
banner