Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. júní 2017 21:35
Dagur Lárusson
2. deild: Huginn með sterkan útisigur
Gonzalo Zamorano Leon skoraði tvö fyrir Hugin.
Gonzalo Zamorano Leon skoraði tvö fyrir Hugin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Orri tryggði KV sigur.
Brynjar Orri tryggði KV sigur.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Fjórir leikir fóru fram í 2.deild karla í kvöld. Víðir tók á móti Tindastól, KV mætti Sindra, Magni fór í heimsókn á Fjarðabyggðarvöll og Völsungur tók á móti Huginn á Húsavík.

Það var lítið sem að gerðist í leik Víðis og Tindastóls fyrir sunnan en hvorugu liðinu tókst að skora í þeim leik og því fóru leikar 0-0.

Í leik KV og Sindra voru það heimamenn sem að byrjuðu leikinn betur og var það Brynjar Orri Bjarnason sem að kom þeim yfir með marki á 15. mínútu.

Þannig var staðan í leiknum alveg þar til á 62. mínútu þegar Nedo Eres jafnaði leikinn fyrir gestina en hann hefur verið duglegur við að skora upp á síðkastið.

Allt virtist stefna í jafntefli en þá steig Brynjar Orri aftur upp og skoraði fyrir sitt lið og tryggði því stigin þrjú.

Á Fjarðabyggðarvelli var leikurinn heldur jafn en það voru heimamenn sem að komust yfir snemma leiks með marki frá Antoni Braga Jónssyni. Kristinn Þór Rósbergsson jafnaði síðan fyrir gestina þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Það var síðan Huginn sem að sótti þrjú stig á Húsavík og var Gonzalo Zamorano Leaon sem var í aðalhlutverki hjá liðinu í þeim leik en hann skoraði bæði mörkin í 0-2 sigri.

Víðir 0-0 Tindastóll

KV 2-1 Sindri
1-0 Brynjar Orri Bjarnason (15´)
1-1 Nedo Eres (62´)
2-1 Brynjar Orri Bjarnason (85´)

Fjarðabyggð 1-1 Magni
1-0 Anton Bragi Jónsson (10´)
1-1 Kristinn Þór Rósbergsson (85´)

Völsungur 0-2 Huginn
0-1 Gonzalo Zamorano Leon (22´)
0-2 Gonzalo Zamorano Leon (90´)
Athugasemdir
banner
banner
banner