banner
   fös 23. júní 2017 23:04
Dagur Lárusson
3. deild: Jöfnunarmark í blálokin
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
KFG 3 - 3 Þróttur V.
1-0 Jóhann Ólafur Jóhannsson (26´)
2-0 Aron Grétar Jafetsson (27´)
2-1 Andri Björn Sigurðsson (32´)
2-2 Hilmar Þór Hilmarsson (68´)
3-2 Bjarni Pálmason (73´)
3-3 Kristinn Aron Hjartarson (90´)

Seinni leiknum í 3.deild karla var rétt í þessu að ljúka en það var viðureign KFG og Þróttar í Vogum sem fór fram á Samsungvellinum í Garðabænun.

Það voru heimamenn sem að byrjuðu leikinn betur en þeir skoruðu þó ekki fyrr en á 26. mínútu. Aðeins einni mínútu seinna skoruðu þeir svo annað mark og staðan því orðin 2-0.

Aðeins fimm mínútum seinna náðu gestirnir að minnka muninn og var staðan 2-1 í leikhlé.

Í seinni hálfleiknum komu gestirnir öflugir til leiks og náðu þeir að jafna á 68. mínútu.

Allt stefndi þó í sigur KFG þegar þeir náðu að skora á á 73. mínútu en gestirnir náðu að jafna í uppbótartíma og því skiptu liðin stigunum á milli sín.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner