fös 23. júní 2017 19:20
Dagur Lárusson
Arsenal í viðræðum við Lacazette
Mynd: Getty Images
Sky Sports greindi frá því nú fyrr í kvöld að Arsenal sé búið að opna viðræður við franska liði Lyon varðandi kaup á franska sóknarmanninum, Alexandre Lacazette.

Lacazette var við það að ganga í raðir Atletico Madrid fyrir nokkrum vikum en þau félagskipti gengu ekki í gegn vegna félagskiptabanns spænska liðsins.

Eftir það hefur framtíð sóknarmannsins legið í loftinu en stjórnarformaður félagsins sagði í viðtali í síðustu viku að hann vissi ekki hvar Lacazette myndi spila á næsta tímabili.

Arsenal virðist vera líklegur áfangastaður þess stundina en viðræður eru þó ekki komnar langt á veg.

Einnig er talið að Arsenal hafi haft samband við Monakó vegna Mbappe en ungstirnið á að hafa hafnað félaginu.
Athugasemdir
banner
banner