Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. júní 2017 12:30
Magnús Már Einarsson
Best í umferðum 1-9: Förum í æfingabúðir á EM
Borgarstjórinn hefur farið á kostum í sumar.
Borgarstjórinn hefur farið á kostum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Liðið og þjálfararnir hafa hjálpað mér að ná mínu bestu fram í sumar," segir Sandra Mayor, framherji Þórs/KA, og leikmaður umferða 1-9 í Pepsi-deild kvenna hjá Fótbolta.net.

Þór/KA hefur unnið alla leikina sína í Pepsi-deildinni í sumar en gengi liðsins kemur Söndru ekkert á óvart. „Nei. Við höfum markmið sem lið og við tökum einn leik í einum. Ástríðan í liðinu er einstök."

Sandra Mayor, eða borgarstjórinn, skoraði tólf mörk í fyrra en er kominn með sex mörk í fyrri hluta móts í sumar. Reiknar hún með að ná fleiri mörkum í ár en í fyrra?

„Ég tek einn leik í einu. Það er ekki aðalmarkmiðið að ná sama fjölda marka og í fyrra. Aðalmarkmið mitt er að gera mitt besta fyrir liðið. En ef ég næ að skora meira þá er það frábært," sagði Sandra sem segist búa að því í ár að hafa leikið á Íslandi í fyrra.

„Ég tel að það hjálpi að núna er ég að spila á móti sömu leikmönnum. Það að Bianca (Sierra) sé hér hjálpar mér sem framherja því ég veit að allt er öruggt í vörninni."

Bianca er unnusta Söndru en þær eru báðar í mexíkóska landsliðinu. Þær eru á leið í verkefni með Mexíkó á næstunni.

„Við erum að fara í æfingabúðir með landsliðinu í júlí. Við ferðumst til Svíþjóðar og spilum leik þar."

Tvær umferðir eru framundan í Pepsi-deild kvenna en síðan verður gert rúmlega manaðar hlé á deildinni vegna EM í Hollandi.

„Ég tel að hléið verði gott. Við hættum ekki að æfa og markmið okkar verður það sama eftir hléið. Um miðjan júlí förum við í æfingabúðr með Þór/KA þar sem við horfum líka á EM og hvetjum Söndru Maríu áfram."

Sandra er 25 ára gömul en hún sér fyrir sér að vera áfram á Íslandi næstu árin.

„Já, ég vil vera áfram hér. Ég kann mjög vel við mig hér. Það er allt ótrúlegt hér. Deildin, liðsfélagarnir, þjálfararnir og Akureyri," sagði Sandra að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner