Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 23. júní 2017 19:51
Dagur Lárusson
Borgunarbikar kvenna: Stjarnan vann stórslaginn
Harpa Þorsteins skoraði sigurmarkið
Harpa Þorsteins skoraði sigurmarkið
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson







Stjarnan 3-2 Þór/KA
1-0 Kristrún Kristjánsdóttir (3´)
1-1 Sandra Stephany Mayor Gutierrez (10´)
1-2 Sandra María Jessen (29´)
2-2 Agla María Albertsdóttir (50´)
3-2 Harpa Þorsteinsdóttir (85´)

Stórleikur kvöldins í bikarkeppni kvenna var án efa viðureign Stjörnunnar og Þór/Ka. Þór/KA situr eins og er í 1.sæti Pepsi deildar kvenna á meðan að Íslandsmeistarar Stjörnunnar sitja í 3.sætinu.

Það var því mikil tilhlökkun fyrir þessum leik og buðu fyrstu tíu mínútur leiksins upp á mikið fjör frá báðum liðum. Það voru Íslandsmeistararnir sem að komust yfir strax á 3. mínútu með marki frá Kristrúnu Kristjáns. Þannig stóðu leikar þó ekki lengi því aðeins sjö mínútum seinna var Þór/KA búið að jafna og var það Sandra Stephany Gutierrez sem að skoraði markið.

Eftir þetta mark virtust gestirnir taka völdin á vellinum og komust þær yfir á 29. mínútu og var þar á ferðinni Sandra María Jessen en hún hefur verið iðin við kolann upp á síðkastið.

Íslandsmeistararnir mættu öflugar til leiks í seinni hálfleikinn og var það Agla María Albertsdóttir sem að jafnaði metin á 50. mínútu.

Allt virtist stefna í framlenginu en þá mætti Harpa Þorsteinsdóttir og skoraði fyrir Stjörnuna á 85. mínútu og tryggði Íslandsmeisturunum áfram í næstu umferð Borgunarbikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner