Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. júní 2017 21:13
Dagur Lárusson
Borgunarbikar kvenna: Valur með stórsigur
Elena setti tvö í kvöld
Elena setti tvö í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Arnar Sif átti flottan leik
Arnar Sif átti flottan leik
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Fjórir leikir voru á dagsskrá í Borgunarbikar kvenna í kvöld og voru seinni tveimur leikjunum að ljúka. Fyrr í kvöld voru það Stjarnan og ÍBV sem að voru búin að tryggja sig áfram í undanúrslitin.

Í Grindavík tóku heimstúlkur á móti Tindastól en sá leikur hófst klukkan 19:15. Það voru Grindvíkingar sem að voru með völdin á vellinum í fyrri hálfleiknum og var það Elena Brynjarsdóttir sem að kom þeim á blað á 33. mínútu með marki.

Elena var síðan aftur á ferðinni á 41. mínútu áður en að Ísabel Jasmín Almarsdóttir kom þeim í 3-0 rétt fyrir leikhlé.

Í seinni hálfleiknum róaðist sóknarleikur Grindavíkur niður en sóknarleikur Tindastóls vaknaði örlítið en gestirnir náðu að minnka muninn á 69. mínútu með marki frá Emily Key.

Emily var síðan aftur á ferðinni á 87. mínútu og gerði lokamínúturnar spennandi. Gestirnir komust þó ekki nær og þurftu að sætta sig við að falla úr keppni.

Í hinum leiknum mættust Valur og HK/Víkingur og var það annað liðið sem að var með völdin á vellinum allan leikinn og var það Valur.

Elín Metta Jensen kom Valsstúlkum yfir á 30. mínútu og þannig var staðan í leikhlé. Í seinni hálfleiknum komu Valstúlkur sér virkilega í gang og skoruðu þær strax á 56. mínútu og var það Anisa Raquel Guajardo sem að gerði það mark.

Það var síðan Arna Sif Ásgrímsdóttir sem að kláraði leikinn algjörlega fyrir Val með tveimur mörkum á fjórtán mínútum áður en að Stefaní Ragnarsdóttir skoraði síðasta mark leiksins og kom val í 5-0. Það er því Valur sem að fylgir Stjörnunni, ÍBV og Grindavík í undanúrslitin.

Grindavík 3-2 Tindastóll
1-0 Elena Brynjarsdóttir (33´)
2-0 Elena Brynjarsdóttir (41´)
3-0 Ísabel Jasmín Almarsdóttir (43´)
3-1 Emily Key (69´)
3-2 Emily Key (87´)

Valur 5-0 HK/Víkingur
1-0 Elín Metta Jensen (30´)
2-0 Anisa Raquel Guajardo (56´)
3-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir (66´)
4-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir (80´)
5-0 Stefanía Ragnarsdóttir (83´)

Athugasemdir
banner
banner
banner