Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   fös 23. júní 2017 22:03
Lilja Dögg Valþórsdóttir
Donni: Ég er bara gráti nær
Donni var eðlilega mjög svekktur eftir fyrsta tap sumarsins.
Donni var eðlilega mjög svekktur eftir fyrsta tap sumarsins.
Mynd: Fótboti.net - Ómar Vilhelmsson
Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, var eðlilega mjög svekktur eftir tap síns liðs gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum bikarsins í kvöld.

“Já, ég er bara gráti nær. Ég bjóst ekki við að tapa neinum leik! Nei, nei þetta er bara mjög svekkjandi, við ætluðum náttúrulega ekki að gera þetta. Virkilega svekkjandi núna en nú er bara að hætta að væla eftir smástund og fara að einbeita sér að næsta leik sem er bara fljótlega.”

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  2 Þór/KA

Eftir frábært gengi í deildinni hlýtur liðið að hafa ætlað sér meira í bikarnum heldur en þetta.

“Við ætluðum að vinna bikarinn, það er ekki spurning. Það fara öll liðin í bikarinn til að vinna hann. Þetta var bara virkilega svekkjandi en að sama skapi átti Stjarnan þennan sigur skilið. Þær voru betri og hættulegri fram á við. Sköpuðu sér fleiri færi þannig að það er svo sem ekki hægt að segja neitt annað en að þær hafi átt þetta skilið.”

Mikil harka var í leiknum og leikmenn eyddu mikilli orku í hann. Síðasta hálftímann eða svo virtist draga heldur af leikmönnum Þórs/KA. Er það eitthvað sem þjálfarinn tók eftir?

“Gæti vel verið að einhverjar hafa verið orðnar þreyttar. Mér finnst það bara nokkuð eðlilegt. Þær, Stjarnan, ná að hvíla allavega 3-4 leikmenn í síðasta leik og við hvíldum í rauninni engan þannig séð þannig að kannski voru einhverjar með meiri orku en aðrar hjá mér. En við gerum svo sem ákveðnar breytingar til að fá kannski örlítið betri orku inn. En jú, ég er sammála því að það virkaði pínu þreyta í mannskapnum en núna fáum við allavega fleiri daga en við fengum fyrir þennan leik til að hvíla okkur. Við nýtum þá bara vel og komum fullar af orku á Hlíðarenda á þriðjudaginn.”

“Núna er bara deildin og við erum í góðri stöðu þar en það er náttúrulega fljótt að fara ef við ætlum að slaka eitthvað á. Nú þarf bara að setja “mindsetið” aftur á réttan stað. Eðlilega eru allir svolítið slegnir yfir þessu og ólíkt okkur að tapa í leikjum yfir höfuð og hvað þá að fá á okkur 3 mörk. Mér fannst það svekkjandi. Verandi búin að skora 2 mörk þá hélt ég að þetta væri á góðum stað. En nú er bara að stilla hausinn uppá nýtt, koma sér aftur í gírinn, safna orku og mæta brjálaðar á þriðjudaginn,” sagði Donni að lokum.
Athugasemdir
banner
banner