Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   fös 23. júní 2017 22:03
Lilja Dögg Valþórsdóttir
Donni: Ég er bara gráti nær
Donni var eðlilega mjög svekktur eftir fyrsta tap sumarsins.
Donni var eðlilega mjög svekktur eftir fyrsta tap sumarsins.
Mynd: Fótboti.net - Ómar Vilhelmsson
Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, var eðlilega mjög svekktur eftir tap síns liðs gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum bikarsins í kvöld.

“Já, ég er bara gráti nær. Ég bjóst ekki við að tapa neinum leik! Nei, nei þetta er bara mjög svekkjandi, við ætluðum náttúrulega ekki að gera þetta. Virkilega svekkjandi núna en nú er bara að hætta að væla eftir smástund og fara að einbeita sér að næsta leik sem er bara fljótlega.”

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  2 Þór/KA

Eftir frábært gengi í deildinni hlýtur liðið að hafa ætlað sér meira í bikarnum heldur en þetta.

“Við ætluðum að vinna bikarinn, það er ekki spurning. Það fara öll liðin í bikarinn til að vinna hann. Þetta var bara virkilega svekkjandi en að sama skapi átti Stjarnan þennan sigur skilið. Þær voru betri og hættulegri fram á við. Sköpuðu sér fleiri færi þannig að það er svo sem ekki hægt að segja neitt annað en að þær hafi átt þetta skilið.”

Mikil harka var í leiknum og leikmenn eyddu mikilli orku í hann. Síðasta hálftímann eða svo virtist draga heldur af leikmönnum Þórs/KA. Er það eitthvað sem þjálfarinn tók eftir?

“Gæti vel verið að einhverjar hafa verið orðnar þreyttar. Mér finnst það bara nokkuð eðlilegt. Þær, Stjarnan, ná að hvíla allavega 3-4 leikmenn í síðasta leik og við hvíldum í rauninni engan þannig séð þannig að kannski voru einhverjar með meiri orku en aðrar hjá mér. En við gerum svo sem ákveðnar breytingar til að fá kannski örlítið betri orku inn. En jú, ég er sammála því að það virkaði pínu þreyta í mannskapnum en núna fáum við allavega fleiri daga en við fengum fyrir þennan leik til að hvíla okkur. Við nýtum þá bara vel og komum fullar af orku á Hlíðarenda á þriðjudaginn.”

“Núna er bara deildin og við erum í góðri stöðu þar en það er náttúrulega fljótt að fara ef við ætlum að slaka eitthvað á. Nú þarf bara að setja “mindsetið” aftur á réttan stað. Eðlilega eru allir svolítið slegnir yfir þessu og ólíkt okkur að tapa í leikjum yfir höfuð og hvað þá að fá á okkur 3 mörk. Mér fannst það svekkjandi. Verandi búin að skora 2 mörk þá hélt ég að þetta væri á góðum stað. En nú er bara að stilla hausinn uppá nýtt, koma sér aftur í gírinn, safna orku og mæta brjálaðar á þriðjudaginn,” sagði Donni að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner