Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 23. júní 2017 08:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Fabinho: Tilboð frá Man Utd væri freistandi
Fabinho ætti erfitt með að neita Manchester United
Fabinho ætti erfitt með að neita Manchester United
Mynd: Getty Images
Brasilíski leikmaður Monaco, Fabinho segir að það yrði freistandi ef enska stórliðið Manchester United myndi vilja fá hann.

Fabinho lék með Rio Ave í Brasilíu og var lánaður til Real Madrid árið 2012. Þar lék hann einn leik fyrir aðallið félagsins.

Árið 2013 var hann svo lánaður til Monaco áður en hann gekk til liðs við félagið að fullu árið 2015. Hann varð franskur meistari með Monaco á síðasta tímabili en hann leikur sem djúpur miðjumaður ásamt því að geta leikið í hægri bakverði.

Í viðtali við brasilískt íþróttablað var hann spurður hvort að hann vildi fara til Manchester United.

„Boð frá Jose Mourinho um að ganga til liðs við Manchester United væri freistandi, en fyrst þyrfti ég að tala við umboðsmann minn og félagið mitt til þess að vera viss um að þetta væri rétt skref," sagði Fabinho.

Fabinho hefur spilað fjóra landsleiki fyrir Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner