Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 23. júní 2017 06:00
Magnús Már Einarsson
Golfklúbburinn Tuddi styrkir Dropann - Buðu upp hanska Buffon
Mynd: Tuddinn
Golfklúbburinn Tuddi heldur áfram að gefa til góðra mála en Dropinn, styrktarfélag barna með sykursýki, fékk 150.000 kr. styrk frá klúbbnum.

Á herrakvöldi GOT sem haldið var í mars s.l., kom ítalskur veislukokkur sem var sérpantaður í veisluna færandi hendi. Hann kom með gjöf til klúbbsins frá vini sínum Gianluigi Buffon, markverði Juventus og ítalska landsliðsins.

Félagar í GOT ákváðu að bjóða þessa árituðu markmannshanska og bolta upp og gefa allan ágóðan til góðs málefnis.

Gjöfin var boðin upp á Fótbolti.net og voru viðbrögðin með eindæmum góð. Hæsta boð var 150 þúsund krónur og er kaupanda þakkað vel fyrir. Eins og áður segir var Dropinn, styrktarfélag barna með sykursýki fyrir valinu að þessu sinni.

Á félagsfundi í gær var Jóni Páli Gestssyni afhentur þessi styrkur. Tuddarnir óska félaginu alls hins besta á komandi tímum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner