Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. júní 2017 20:30
Dagur Lárusson
Guardiola: Er ánægður með sumarið hingað til
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að hann sé ánægður með þau kaup og þær sölur sem að félagið hefur gert í sumar.

Manchester City hefur nú þegar fengið til liðs við sig þá Bernardo Silva frá Monakó og markvörðinn Ederson frá Benfica en þeir eru þó ekki hættir á markaðnum.

Félagið vill fá Kyle Walker frá Tottenham, Dani Alves frá Juventus, Mendy frá Monakó og Ryan Bertrand frá Southampton.

Guardiola sagði einnig að hann sé sannfærður um það að liðið muni verða betri á næstu leiktíð.

„Við verðum betri á næstu leiktíð, alveg eins og Everton munu verða betri. Öll liðin munu verða betri á næsta tímabili," sagði Pep

„Ég var svo ánægður í Manchester á síðustu leiktíð og þess vegna er ég mjög ánægður að koma til baka núna í júlí."

„Ég er ánægður með sumarið hingað til en ég er vil fleiri leikmenn og þá leikmenn sem eru með fulla einbeitingu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner