Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 23. júní 2017 06:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Leeds að fá pólskan landsliðsmann
Klich í leik með Twente
Klich í leik með Twente
Mynd: Getty Images
Pólski landsliðsmaðurinn Mateusz Klich er á leið til enska félagsins Leeds en hann mun koma frá hollenska félaginu Twente.

Félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Klich en hann er á leið í læknisskoðun.

Klich gekk til liðs við Twente í fyrra frá Kaiserslautern og Gary Monk, þáverandi stjóri Leed hafði áhuga á leikmanninum þá en hann ákvað að fara til Hollands.

Klich skoraði sex mörk í 29 leikjum fyrir Twente á síðasta tímabili en hann leikur á miðjunni. Twente lenti í sjöunda sæti hollensku úrvalsdeildarinnar.

Leeds lenti í sjöunda sæti Championship deildarinnar á síðasta tímabili og var nálægt því að komast í umspilið. Thomas Christiansen var ráðinn sem stjóri félagsins í síðustu viku eftir að Gary Monk var ráðinn til Middlesbrough.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner