Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. júní 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Salah: Ég get spilað hvar sem er
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah segist geta leyst hvaða stöðu sem er í sóknarlínu Liverpool.

Salah kom til Liverpool frá Roma í gær en hann hefur oftast spilað á hægri kanti á ferli sínum. Hjá Roma lék hann einnig í stöðunni fyrir aftan framherjann.

„Á síðasta tímabili með Roma spiluðum við með fimm í vörninni og tvo framherja. Ég var annar framherji, eins og númer 10," sagði Salah.

„Ég hef spilað hægra megin. Stundum fer ég út til vinstri. Ég get spilað hvar sem er í fremstu víglínu."

„Sóknarmenn Liverpool spiluðu mjög vel á síðasta tímabili. Mane átti stórkostlegt tímabil og (Philippe) Coutinho, (Roberto) Firmino og (Adam) Lallana voru allir frábærir."


Salah gekk í raðir Chelsea árið 2014 en þar spilaði hann einungis þrettán deildarleiki.

„Ég hef bætt mig 100%. Allt er betra. Jafnvel persónuleiki minn er öðruvísi. Ég var krakki þegar ég var hjá Chelsea. Ég var 20 eða 21 árs. Núna er ég fjórum árum eldri og allt er öðruvísi. Ég er kominn með mikla reynslu eftir að hafa leikið með þremur félögum," sagði Salah.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner