Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 23. júní 2017 10:15
Elvar Geir Magnússon
„Salah féll ekki á prófinu hjá Chelsea"
Salah mættur á æfingasvæði Liverpool.
Salah mættur á æfingasvæði Liverpool.
Mynd: Getty Images
Í læknisskoðun fyrir undirskriftina.
Í læknisskoðun fyrir undirskriftina.
Mynd: Getty Images
Um alla Evrópu má finna sóknarleikmenn sem hafa átt misheppnaðar dvalir hjá Chelsea. Einn af þeim er Mohammed Salah sem gekk formlega í raðir Liverpool í gærkvöldi.

Salah kemur frá Roma en var í eigu Chelsea í tvö og hálft ár. Hann byrjaði aðeins sex leiki fyrir félagið.

Jonathan Wilson, íþróttafréttamaður Guardian, skoðaði ástæðuna fyrir því að Salah gekk ekki vel hjá Chelsea.

„Þessi 25 ára leikmaður skoraði í næstum öðrum hverjum leik á Ítalíu. Mörkin flæða meira í ítalska boltanum en þau gerðu en þetta er samt sem áður mjög athyglisverðar tölur frá leikmanni sem er mest notaður á vængnum. Það er því eðlilegt að spyrja sig hvað gekk ekki upp hjá Chelsea?" segir Wilson.

Chelsea keypti Salah frá Basel í Sviss í janúar 2014 á 16 milljónir punda. Salah hafði vakið athygli fyrir góða frammistöðu í Evrópukeppnum, þar á meðal gegn Chelsea.

„Hann er snöggur, beinskeyttur og með góða tækni en gat samt varla fengið leik hjá Chelsea. Að hluta til var það vegna Willian og Eden Hazard en einnig því Jose Mourinho vildi hafa varnarsinnaðri leikmann á hægri vængnum til að jafna út Hazard á þeim vinstri. Spurningin er því af hverju Chelsea keypti hann með þá kosti sem voru til staðar á hans svæði frekar en hvað gekk ekki upp hjá Salah."

Sumarið eftir komu Salah var Cesc Fabregas fenginn og þá færðist Oscar á hægri vænginn. Það takmarkaði enn frekar möguleika Salah.

„Það var ekki þannig að hann hafi fallið á prófinu í ensku úrvalsdeildinni, hann fékk í raun aldrei tækifæri. Þegar hann fékk að spila reglulega á Ítalíu varð hann aftur leikmaðurinn sem hann var hjá Basel. Það eru ekki bara mörkin 35 sem hann skoraði í 71 byrjunarliðsleik fyrir Fiorentina og Roma, það eru líka stoðsendingarnar 20 og hraðinn og krafturinn sem hann kemur með á borðið," segir Wilson.

„Vonbrigðin hjá Chelsea þýða að spurningar verða spurðar varðandi Salah, eins og til dæmis: Getur hann skilað því sem þarf á köldu og blautu þriðjudagskvöldi í Stoke? En gegn Gana í Afríkukeppninni þá gerði hann það á blautu miðvikudagskvöldi í Port-Gentil í Gabon, Egyptaland vann 1-0 sigur á velli sem var svo slæmur að Bet365 völlurinn var betri áður en þeir settu grasflötinn á hann. Ef hann getur leikið vel á götóttum sandi þá getur hann gert það alls staðar."

„Að lágmarki mun Salah auka kosti Jurgen Klopp og álagið á framherjalínuna verður ekki eins mikið. En ef frammistaða hans síðustu fimm ár er skoðuð, þegar hann fær að spila reglulega, þá erumargar ástæður til að halda að Salah muni slá í gegn á Merseyside," segir Wilson.
Athugasemdir
banner
banner
banner