Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. júní 2017 18:30
Elvar Geir Magnússon
Samfélagsskjöldurinn til styrktar fórnarlamba Grenfell brunans
Frá brunanum í London.
Frá brunanum í London.
Mynd: Getty Images
Hagnaðurinn af leiknum um Samfélagsskjöldinn 2017 mun fara til þeirra sem eiga við sárt að binda eftir brunann í Greenfell-turninum í London.

79 íbúar turnsins eru ýmist látnir eða saknað og taldir af eftir eldsvoðann í turninum en hann kviknaði út frá ísskáp.

Englandsmeistararnir og bikarmeistararnir leika árlega um Samfélagsskjöldinn á Wembley en leikurinn markar upphaf nýs keppnistímabils.

Arsenal mætir meisturunum í Chelsea þann 6. ágúst en áætlað er að hagnaðurinn verði um 167 milljónir íslenskra króna.

„Fótbolti er fyrir alla og við viljum gefa eitthvað til baka til þeirra sem eru í neyð," segir Greg Clarke, formaður enska knattspyrnusambandsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner