Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 23. júní 2017 06:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Stewart Downing má fara frá Middlesbrough
Downing verður ekki mikið lengur hjá uppeldisfélaginu sínu
Downing verður ekki mikið lengur hjá uppeldisfélaginu sínu
Mynd: Getty Images
Stewart Downing hefur verið tilkynnt að hann sé ekki í plönum nýja stjóra Middlesbroug, Garry Monk og að hann geti yfirgefið félagið.

Downing, sem leikur á kantinum er orðinn 32 ára gamall en hann lék 35 landsleiki fyrir England á árunum 2005-2014. Hann verður hins vegar að finna sér nýja vinnuveitendur fyrir næsta tímabil en aðeins eru nokkrar vikur í að næsta tímabil hefjist.

Downing ólst upp hjá Middlesbrough og hefur leikið samtals 249 leikir fyrir félagið. Hann gekk til liðs við Aston Villa árið 2009 og fór svo þaðan til Liverpool áður en hann fór til West Ham. Árið 2015 fór hann svo aftur til uppeldisfélags síns.

Middlesbrough féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og leikur því í Championship deildinni á því næsta.

Monk tók við liðinu í síðustu viku og skrifaði undir þriggja ára samning. Hann á að koma liðinu beinustu leið aftur upp í úrvalsdeildina. Fyrsti leikur Middlesbrough í Championship deildinni verður gegn Jóni Daða Böðvarssyni og félögum í Wolves þann 5. ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner