Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 23. júní 2017 07:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Stoke ætlar ekki að selja Shaqiri í sumar
Shaqiri fer ekki neitt
Shaqiri fer ekki neitt
Mynd: Stoke City
Stoke City ætlar sér ekki að selja kantmanninn Xherdan Shaqiri í sumar samkvæmt stjórnarformanni félagsins, Peter Coates.

Svisslendingurinn hefur verið orðaður við Roma en ítalska félagið sér hann sem arftaka Mohamed Salah en hann er á leið til Liverpool.

Stoke borgaði 12 milljónir punda fyrir Shaqiri árið 2015 og hefur hann sýnt góða takta á tíma sínum í Englandi. Frammistaða hans hefur hins vegar oft verið upp og niður og þá hefur hann þurft að glíma við meiðsli á þessum tveimur árum.

Coates segir hins vegar að þessi fyrrum leikmaður Bayern Munchen og Inter Milan sé ánægður hjá Stoke og er Coates öruggur um að Shaqiri muni spila lykilhlutverk í leik liðsins á næsta tímabili.

„Það eru engin plön um að selja hann. Hann virðist vera búinn að aðlagast okkur og gerði hann vel á síðasta tímabili," sagði Coates.
Athugasemdir
banner
banner
banner