Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 23. júní 2017 14:30
Magnús Már Einarsson
Verður byrjunarlið Arsenal svona næsta vetur?
Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Sky
Sky Sports birtir í dag frétt þar sem mögulegt byrjunarlið Arsenal er skoðað fyrir næsta tímabil.

Arsene Wenger prófaði 3-4-2-1 með góðum árangri undir lok síðasta tímabils og Sky telur að hann haldi sig við það kerfi.

Vinstri bakvörðurinn Sead Kolasinac er að koma til Arsenal frá Schalke og hann kemur beint inn í liðið.

Alexandre Lacazette, framherji Lyon, hefur verið sterklega orðaður við Arsenal og hann leiðir línuna í líklegu byrjunarliði Sky.

Thomas Lemar, leikmaður Mónakó, gæti einnig bæst í hópinn hjá Arsenal en Sky er með hann á bekknum í líklegu liði fyrir næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner