banner
   lau 23. júní 2018 19:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Dalic óánægður með Sampaoli
Zlatko Dalic landsliðsþjálfari Króatíu.
Zlatko Dalic landsliðsþjálfari Króatíu.
Mynd: Getty Images
Króatía fór illa með Argentínu á fimmtudaginn en þeir fyrrnefndu skoruðu þrjú mörk gegn engu marki Lionel Messi og félaga hans í Argentínu.

Zlatko Dalic landsliðsþjálfari Króatíu var ekki sáttur með hegðun Jorge Sampaoli landsliðsþjálfara Argentínu í leikslok en hann tjáði sig um hegðun hans í viðtali í dag.

„Sampaoli tók hvorki í höndina á mér né óskaði mér til hamingju eftir leikinn, ég hef aldrei yfirgefið völlinn fyrr en ég er búinn að taka í höndina á stjóra andstæðingana sama hvort liðið mitt vinnur eða tapar."

„Maður verður að vera kurteis og óska andstæðingnum til hamingju sama hvað gerist, það gerði Sampaoli ekki og í mínum augum verður hann aldrei merkilegur þjálfari ef hann hagar sér eins og á fimmtudaginn," sagði Dalic.


Athugasemdir
banner
banner
banner