Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. júní 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiginkona Ravanelli ekki sátt með nýja starfið
Ravanelli er tekinn við liði í Úkraínu.
Ravanelli er tekinn við liði í Úkraínu.
Mynd: Getty Images
Ítalski silfurrefurinn Fabrizio Ravanelli er tekinn við Arsenal Tula, nýliðum í rússnesku úrvalsdeildinni.

Ravanelli er 49 ára en þetta er hans annað þjálfarastarf. Hann þjálfaði Ajaccio í Frakklandi í nokkra mánuði árið 2013. Hann var ráðinn í júlí og rekinn í nóvember.

Hann hefur ekki starfað í þjálfarabransanum en fær núna nýtt tækifæri í Rússlandi, hjá Arsenal.

Ravanelli, sem er fyrrum landsliðsframherji Ítalíu og fyrrum leikmaður Juventus, Marseille, Middlesbrough og Derby svo einhver lið séu nefnd, er þakklátur fyrir tækifærið og er spenntur, en eiginkona hans er ekki jafnspennt.

„Eiginkona mín er ekki mjög sátt með þetta, en hún veit að þetta er mikilvægt fyrir mig. Börnin mín þrjú vita það líka," sagði Ravanelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner