Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 23. júní 2018 10:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Fekir orðaður við Real Madrid - Lozano er eftirsóttur
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er nýr dagur og nóg um að vera í slúðrinu. Við skulum kíkja á slúður dagsins í boði Powerade.



Real Madrid hefur áhuga á Nabil Fekir (24), miðjumanni Lyon og Franska landsliðsins en Liverpool sem hefur verið orðað reglulega við leikmanninn virðist vera að missa af kapphlaupinu. (RT France)

Manchester City og Paris St-Germain hafa áhuga á Jerome Boateng (29), leikmanni Bayern München (Sport Bild)

Chelsea ætla sér að borga Antonio Conte minna fyrir að segja honum upp en samningar segja til um og vilja skella skuldinni á klúðrinu í sölu á Diego Costa um. (Express)

Forseti Napoli, Aurelio de Laurentiis segir Chelsea ekki hafa haft samband við félagið með það í huga að ráða Maurizio Sarri sem nýjan knattspyrnustjóra félagsins. (Sky Sport24)

Manchester City undirbúa viðræður við Ilkay Gundogan (27) um nýjan samning. Leikmaðurinn hefur einnig verið orðaður við Barcelona. (Sun)

Tottenham eru orðaðir við Alassane Plea (25), sóknarmann Nice. Mauricio Pochettino er sagður vilja fá aukna samkeppni í framlínuna. (Foot Mercato)

Mesut Özil (29), mun óska eftir því að klæðast treyju númer 10 eftir brotthvarf Wilshere. (Mail)

Sevilla mun bjóða í Mikel Merino (22), miðjumann Newcastle, fari svo að Ever Banega yfirgefi félagið og gangi til liðs við Arsenal. (Northern Echo)

Framtíð Hirving Lozano, leikmanns PSV Eindhoven mun verða ákveðin eftir heimsmeistaramótið en Barcelona er sagt áhugasamt um þennan 22 ára gamla landsliðsmann Mexíkó. (ESPN)

Fulham hefur boðið 10 milljónir punda í Matt Targett (22), leikmann Southampton. (Sky Sports)

Roberto Martinez, þjálfari Belgíu segir Romelu Lukaku ekki vera að einbeita sér að því að vinna gullskóinn heldur að hjálpa landsliðinu á mótinu. (Guardian)


















Athugasemdir
banner
banner
banner
banner