Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 23. júní 2018 19:30
Elvar Geir Magnússon
Guðni Bergs skolar vonbrigðin af sér í rigningunni - Skilur Króata vel
Icelandair
Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er á svona stundum sem reynir á, þegar á móti blæs. Þá reynir á karakterinn og hann er vissulega til staðar í liðinu. Menn ætla sér að vinna næsta leik," sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, þegar Fótbolti.net spjallaði við hann í morgun.

Ísland tapaði gegn Nígeríu í gær en menn eru ákveðnir í að leggja Króatíu á þriðjudaginn.

„Króatar eru með sterkt lið og eru nánast búnir að vinna riðilinn. Við ætlum okkur þrjú stig. Við skolum af okkur vonbrigðin í rigningunni í dag og mætum virkilega ákveðnir til leiks gegn Króötum."

Króatar ætla að hvíla lykilmenn og Guðni skilur þá ákvörðun vel.

„Ég held að öll lið í þessari stöðu myndu gera það sama. Þeir eru með stóran hóp og maður vill dreifa leikjaálaginu og hvíla mikilvæga leikmenn. Það myndi hver sem er gera þetta," segir Guðni.

Þess má geta að Heimir Hallgrímsson tekur undir þetta en hann sagði við króatíska blaðamenn að hann myndi einnig hvíla menn ef hann væri í sömu stöðu.

Króatar eru í grunninn magnaðir íþróttamenn enda hefur þjóðin átt afreksfólk í flestum íþróttum.

„Þeir eru það. Miklir keppnismenn með breiðan og góðan hóp. Þeir leikmenn sem koma inn eru ákveðnir í að sýna að þeir eigi að vera í byrjunarliðinu. Við munum aldrei fá létt varalið Króatíu til að takast á við, þessi leikur mun alltaf vera erfiður."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner