banner
   lau 23. júní 2018 13:15
Arnar Daði Arnarsson
Hannes: Skiptir engu máli hvernig Króatía stillir upp liðinu
Icelandair
Hannes Þór í leiknum í gær.
Hannes Þór í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins segist ekki geta beðið eftir því að mæta Króatíu á þriðjudaginn í lokaleik Íslands í riðlakeppni Heimsmeistaramótsins.

Mikil umræða hefur skapast um það að Króatía ætli að hvíla lykilmenn í leiknum, þar sem þeir eru nú þegar komnir áfram eftir tvo sigurleiki í fyrstu tveimur leikjunum.

„Það er ekki hægt að reikna með því að þeir verði eitthvað slakir. Við erum á Heimsmeistaramóti, þetta er ekki æfingaleikur. Þeir gefa allt í leikinn þannig þetta verður mjög erfitt, það er engin spurning. Við höfum unnið þá áður og núna erum við í þeirri stöðu að við verðum að vinna þá," sagði Hannes.

Ísland og Króatía og mæst núna fjórum sinnum frá því í nóvember 2013. Ísland vann síðustu viðureign liðanna í undankeppni Heimsmeistaramótsins, 1-0 á Laugardalsvellinum.

„Við þekkjum þá mjög vel. Við vitum ekki hvernig þeir stilla liðinu upp fyrir leikinn en það skiptir okkur engu máli. Þeir eru komnir áfram og við mætum með blóð á tönnunum og við ætlum okkur ekki heim. Við ætlum okkur að vinna þennan leik, sama hvernig við förum að því," sagði Hannes í viðtali við Fótbolta.net í Kabardinka í morgun.

Viðtalið við Hannes má sjá hér að neðan.
Hannes: Við höfum oft farið erfiðu leiðina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner